Innlent

Gossprungan 0,5 - 1 kílómetri á lengd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd var tekin klukkan 23 mínútur í tvö. Gossprungan er allt að einn kílómetri að lengd. Mynd/
Þessi mynd var tekin klukkan 23 mínútur í tvö. Gossprungan er allt að einn kílómetri að lengd. Mynd/
Gossprungan á Fimmvörðuhálsi er 0,5-1 km á lengd. Á tímabilinu frá klukkan 04 til 07 var kvikustrókavirkni mjög jöfn, samkvæmt skýrslu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar yfir svæðið.

Tólf kvikustrókar eru á sprungunni. Sprungan hefur stefnu frá suðvestri til norðausturs, hraun rennur frá henni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Ekki var hægt að meta nákvæmlega umfang vestara hraunstraumsins sökum aðstæðna við gosstöðvarnar.

Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um 1 kílómeter í loft upp. Gosmökkinn leggur beint til vesturs. Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×