Viðskipti erlent

Hamleys skilar hagnaði í fyrsta sinn síðan árið 2004

Breska leikfangaverslunin Hamleys hefur skilað hagnaði í fyrsta sinn síðan árið 2004.

Á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars varð 100.000 punda eða um 19 milljón króna hagnaður af rekstri Hamleys. Til samanburðar tapaði Hamleys 4,1 milljón punda árið áður.

Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys er ánægður með árangurinn á síðasta ári einkum í ljósi þeirra erfiðleika sem verslunarrekstur í Bretlandi hefur almennt glímt við í kreppunni, að því er segir í frétt í Guardian um málið.

Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×