Kaupin á TM voru glórulaus fyrir Glitni 12. maí 2010 11:27 Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum. Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Leikfléttan við kaupin á TM er rakin í fimm þáttum. Fyrst lánaði Glitnir félaginu Kjarrhólma (dótturfélags FL Group) til kaupa á 38% hlut í TM. Lánið var með veði í hinum keypta hlut. Í öðru lagi keypti FL Group síðan hlut minni hluthafa í Kjarrhólma með fjármögnun frá Glitni. Þetta var gert með dæmigerðri hringekju þ.e. FL Group lánaði minnihlutanum til að „kaupa" hluti í FL Group en notaði síðan afraksturinn af þeirri sölu til að fjármagna kaupin á minnihlutanum í Kjarrhólma. Við þessar tilfæringar jókst lánaáhætta Glitnis um tæpa 10 milljarða kr. Í þriðja lagi keypti Glitnir sjálfur 39,8% hlut í TM á markaðinum fyrir 20 milljarða kr. Seljendur fengu að hluta til borgað með hlutum í Glitni. Bent er á að þessi kaup hafi verið gerð án ákvörðunar frá stjórn bankans, áhættustýringar eða fjárfestinganefndar. Áhættustýringunni var greint frá kaupum þessum viku eftir að þau voru yfirstaðin. Í fjórða lagi seldi Glitnir síðan hlut sinn í TM til FL Group í skiptum fyrir hluti í FL Group. Að lokum þegar þeir sem ákærðir eru í stefnunni vissu að þeir þurftu að draga úr lánaáhættu Glitnis gagnvart stærsta hluthafa bankans, það er FL Group, bjuggu þeir til fléttu með því að færa hluti í FL Group til tengdra aðila í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Þetta var hreinn skáldskapur," segir í stefnunni. Glitnir lánaði þremur af fjórum aðilum tengdum Jóni Ásgeir, Oddaflugi, 101 Capital og Sólmon, til að kaupa hlutina í FL Group með veði í hlutunum sjalfum. "Þessi viðskipti voru hreint svindl", segir í stefnunni Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum. Fram kemur að hinir ákærðu í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri, hafi sett á svið skeljaleik (shell game) haustið 2007 þar sem útblásin lánaáhætta Glitnis var færð frá einum tengdum aðila yfir til annars án þess að sannleikurinn væri opinberaður fyrir almenningi. Leikfléttan við kaupin á TM er rakin í fimm þáttum. Fyrst lánaði Glitnir félaginu Kjarrhólma (dótturfélags FL Group) til kaupa á 38% hlut í TM. Lánið var með veði í hinum keypta hlut. Í öðru lagi keypti FL Group síðan hlut minni hluthafa í Kjarrhólma með fjármögnun frá Glitni. Þetta var gert með dæmigerðri hringekju þ.e. FL Group lánaði minnihlutanum til að „kaupa" hluti í FL Group en notaði síðan afraksturinn af þeirri sölu til að fjármagna kaupin á minnihlutanum í Kjarrhólma. Við þessar tilfæringar jókst lánaáhætta Glitnis um tæpa 10 milljarða kr. Í þriðja lagi keypti Glitnir sjálfur 39,8% hlut í TM á markaðinum fyrir 20 milljarða kr. Seljendur fengu að hluta til borgað með hlutum í Glitni. Bent er á að þessi kaup hafi verið gerð án ákvörðunar frá stjórn bankans, áhættustýringar eða fjárfestinganefndar. Áhættustýringunni var greint frá kaupum þessum viku eftir að þau voru yfirstaðin. Í fjórða lagi seldi Glitnir síðan hlut sinn í TM til FL Group í skiptum fyrir hluti í FL Group. Að lokum þegar þeir sem ákærðir eru í stefnunni vissu að þeir þurftu að draga úr lánaáhættu Glitnis gagnvart stærsta hluthafa bankans, það er FL Group, bjuggu þeir til fléttu með því að færa hluti í FL Group til tengdra aðila í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Þetta var hreinn skáldskapur," segir í stefnunni. Glitnir lánaði þremur af fjórum aðilum tengdum Jóni Ásgeir, Oddaflugi, 101 Capital og Sólmon, til að kaupa hlutina í FL Group með veði í hlutunum sjalfum. "Þessi viðskipti voru hreint svindl", segir í stefnunni
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira