Smíðaði fyrir Veru Wang 4. nóvember 2010 20:00 Orri Finnbogason. „Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. roald@frettabladid.is Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. roald@frettabladid.is
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira