Fótbolti

Gylfi veit ekki hvað þorpið sitt heitir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi á í litlum vandræðum með að stýra knettinum í mark andstæðinganna.
Gylfi á í litlum vandræðum með að stýra knettinum í mark andstæðinganna. Nordic Photos / Bongarts

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim, er sagður hafa viðurkennt um helgina að vita ekki hvað þorpið heitir þar sem hann á heima.

Gylfi fór á kostum í sigri liðsins á Hannover um helgina þar sem hann skoraði tvö og lagði það þriðja upp.

Hann kom til greina í vali sem leikmaður umferðarinnar á heimasíðu þýska knattspyrnusambandsins. Hann varð þriðji í kjörinu með tólf prósent atkvæðanna.

Gylfi á heima í litlu þorpi sem er á milli Heidelberg og Wiesloch. „En ég rata hvort sem er heim til mín," er haft eftir Gylfa í þýskum fjölmiðlum.

Ralf Rangnick, stjóri Hoffenheim, segir þetta dæmigert fyrir íslenskan víking. „Þeir settu ekki fyrir sig að sigla á ókunnugar slóðir," sagði hann.

Gylfi mun þó njóta aðstoðar GPS-staðsetningartækis í bílnum sínum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×