Fótbolti

Margrét Lára með tvær stoðsendingar en Kristianstad tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Valli
Kristianstad tapaði 2-4 á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þrír íslenskir leikmenn spiluðu allan leikinn fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar töpuðu 0-1 fyrir meisturunum í Umeå.

Margrét Lára Viðarsdóttir lagði upp bæði mörk Kristianstad í leiknum en þau skoraði Susanne Moberg. Moberg jafnaði leikinn í 1-1 á 8. mínútu og minnkaði muninn í 3-2 á 55. mínútu.

Margrét Lára lék allan leikinn í fremstu víglínu, Erla Steina Arnardóttir spilaði í stöðu miðvarðar og Guðný Björk Óðinsdóttir var í hægri bakverðinum.

Þetta var var annar leikur Kristianstad á tímabilinu en liðið vann 3-2 sigur á Sunnanå í fyrstu umferð.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki Djurgården sem tapaði 1-0 á útivelli á móti Umeå. Djurgården hefuir tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og á enn eftir að skora sitt fyrsta mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×