Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar 19. júlí 2010 06:00 Minkaskinnin eru seld til Danmerkur. Verðið hefur hækkað töluvert eftir fall íslensku krónunnar og nú fást um sjö þúsund krónur fyrir hvert skinn. Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira