Fótbolti

Chelsea og Barcelona eiga flesta leikmenn á HM í Suður-Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba og Yaya Toure spila saman í landsliði Fílabeinsstrandarinnar.
Didier Drogba og Yaya Toure spila saman í landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Mynd/AFP
Chelsea og Barcelona eiga flesta leikmenn sem voru valdir í HM-hópa sinna þjóða fyrir heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku sem hefst eftir rúma viku. Af 736 leikmönnum heimsmeistarakeppninnar spila 118 í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea og Barcelona eiga bæði þrettán leikmenn á HM eða einum leikmann meira en Liverpool. Liðin sem spiluðu til úrslita í Meistaradeildinni, Bayern Munchen og Internazionale koma síðan í næstu sætum með 11 og 10 leikmenn.

Chelsea-mennirnir á HM eru: Ashley Cole, John Terry, Frank Lampard og Joe Cole eru í enska landsliðinu, Deco, Ricardo Carvalho og Paulo Ferreira spila með Portúgal, Salomon Kalou og Didier Drogba spila með Fílabeinsströndinni, Florent Malouda og Nicolas Anelka spila með Frakklandi og þá er John Obi Mikel í liði Nígeríu og Branislav Ivanovic í liði Serbíu.

Barcelona-mennirnir á HM eru: Gerard Piqué, Carles Puyol, Andrés Iniesta, Xavi, Víctor Valdés, Sergio Busquets og Pedro eru í spænska landsliðinu, Éric Abidal og Thierry Henry spila með Frakklandi. Lionel Messi er í liði Argentínu, Daniel Alves er í liði Brasilíu, Rafael Márquez er í liði Mexíkó og Yaya Touré er í liði Fílabeinsstrandarinnar

Enska úrvalsdeildin er að flestra mati talin vera besta deild í heimi og það sést líka á því að sextán prósent leikmanna á HM spila í henni. Allir 22 leikmenn enska hópsins spilar þar sem og átta Bandaríkjamenn, sjö Ástralir, sjö Frakkar, sjö Nígeríumenn, sex Fílbeinsstrandarmenn, fimm Ný-Sjálendingar og fimm Hollendingar.

Lið með flesta leikmenn á HM:

Chelsea 13

Barcelona 13

Liverpool 12

Bayern Munchen 11

Internazionale 10

Panathinaikos 10

Arsenal 10

Real Madrid 10

Ajax 9

Deildir með flesta leikmenn á HM:

Enska úrvalsdeildin 118

Þýska bundesligan 84

Ítalska A-deildin 80

Spænska úrvalsdeildin 58

Franska úrvalsdeildin 44

Hollenska úrvalsdeildin 33

Japanska úrvalsdeildin 25

Gríska úrvalsdeildin 2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×