Fótbolti

Sex Íslendingar léku í sigri Viking á Stabæk

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Veigar lagði upp tvö í dag.
Veigar lagði upp tvö í dag. Fréttablaðið.
Viking skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og tryggði sér 3-2 sigur í íslendingaslag dagsins í norska boltanum gegn Stabæk. Sex Íslendingar komu við sögu. Veigar Páll Gunnarsson lagði upp bæði mörk Stabæk, bæði fyrir Jan. Tømmernes. Viking er með 26 stig en Stabæk 23 í deildinni. Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan leikinn líkt og Veigar en Pálmi Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður fyrir Stabæk. Birkir Bjarnason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson spiluðu fyrir Viking. Stefán Logi Magnússon var í liði Lilleström sem tapaði fyrir toppliðinu í Rosenborg, 2-1. Björn Bergmann Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Lilleström. Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, spilaði með Brann sem gerði 1-1 jafntefli við Haugasund. og Kristján Örn Sigurðsson spilaði í vörn Hönefoss gegn Trömsö í 2-2 jafntefli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×