Innlent

Brunaboð í Viðey og tilkynnt um eld í rafmagnsbíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út í dag. Í fyrra skiptið fór brunaboði í gan úti í Viðey en þar virtist sem eldur væri laus í skólahúsinu svokallaða. Ein stöð var send á vettvang og fóru slökkviliðsmennirnir með Viðeyjarferjunni út í eynna. Enginn eldur var þó laus og fundust ekki skýringar á brunaboðinu.

Skömmu seinna var aftur óskað eftir aðstoð slökkviliðs en þá var tilkynnt um eld í rafmagnbíl í Nauthólsvík, rétt við Háskólann í Reykjavík. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var enginn eldur í bílnum og óljóst hvað olli því að reyk stafaði frá honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×