Gunnar: Getum verið stoltir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 21:36 Stuðningsmenn Aftureldingar. Mynd/Daníel Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn á Selfossi í kvöld. Þar höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ betur, 26-24. „Mér fannst varnarleikurinn ágætur í dag en það var ákveðið hökt á sóknarleiknum," sagði Gunnar. „En við stigum ágætlega upp í seinni hálfleik." „Það var rosalega mikill karakter í okkar liði að hafa náð sigrinum eftir að hafa lent þremur mörkum undir í seinni hálfleik. Það var gríðarlega gott að hafa náð að koma til baka úr þeirri stöðu. Við getum verið stoltir af því að hafa klárað leikinn á þennan máta." Stuðningsmenn Aftureldingar voru fjölmennir á leiknum í kvöld og létu vel í sér heyra allan leikinn. Þeir virtust aldrei taka sér hvíldarstund á pöllunum. „Það er ótrúlegt hvað það eru mikið af áhorfendum sem fylgja okkur. Það er mikil stemning og gleði í kringum þá." „Það hefur verið mikil spenna og taugastrekkingur í leikmönnum í upphafi mótsins. Við erum nýliðar og erum að spila við andstæðinga sem við erum ekki vanir að spila við - þó svo að við þekkjum Selfyssinga vissulega vel. En ég held að þessi sviðsskrekkur sé nú búinn og við getum farið að hala inn fleiri stigum." „Það er vissulega léttir að hafa náð fyrstu stigunum en það má ekki gleyma því að við höfum átt mjög erfiða leiki í haust. Við byrjuðum gegn FH og Akureyri á útivelli og fengum svo Haukana heima þar sem við vorum afar svekktir með að hafa ekki klárað þann þá." „En það lýsir ótrúlega sterkri liðsheild að hafa komið á heimavöll Selfyssinga og tekið þaðan tvö stig. Það fara ekki öll lið héðan með tvö stig í vetur." Olís-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn á Selfossi í kvöld. Þar höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ betur, 26-24. „Mér fannst varnarleikurinn ágætur í dag en það var ákveðið hökt á sóknarleiknum," sagði Gunnar. „En við stigum ágætlega upp í seinni hálfleik." „Það var rosalega mikill karakter í okkar liði að hafa náð sigrinum eftir að hafa lent þremur mörkum undir í seinni hálfleik. Það var gríðarlega gott að hafa náð að koma til baka úr þeirri stöðu. Við getum verið stoltir af því að hafa klárað leikinn á þennan máta." Stuðningsmenn Aftureldingar voru fjölmennir á leiknum í kvöld og létu vel í sér heyra allan leikinn. Þeir virtust aldrei taka sér hvíldarstund á pöllunum. „Það er ótrúlegt hvað það eru mikið af áhorfendum sem fylgja okkur. Það er mikil stemning og gleði í kringum þá." „Það hefur verið mikil spenna og taugastrekkingur í leikmönnum í upphafi mótsins. Við erum nýliðar og erum að spila við andstæðinga sem við erum ekki vanir að spila við - þó svo að við þekkjum Selfyssinga vissulega vel. En ég held að þessi sviðsskrekkur sé nú búinn og við getum farið að hala inn fleiri stigum." „Það er vissulega léttir að hafa náð fyrstu stigunum en það má ekki gleyma því að við höfum átt mjög erfiða leiki í haust. Við byrjuðum gegn FH og Akureyri á útivelli og fengum svo Haukana heima þar sem við vorum afar svekktir með að hafa ekki klárað þann þá." „En það lýsir ótrúlega sterkri liðsheild að hafa komið á heimavöll Selfyssinga og tekið þaðan tvö stig. Það fara ekki öll lið héðan með tvö stig í vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira