Júanið í styrkingarfasa næstu misserin Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2010 06:30 Kínverskur almenningur mun njóta góðs af styrkingu júansins með auknum kaupmætti. Fréttablaðið/AP Kínversk stjórnvöld tilkynntu hinn 19. júní síðastliðinn að þau muni breyta stefnu sinni í gjaldmiðilsmálum. Undanfarin ár hefur gengi kínverska gjaldmiðilsins, júansins, verið fast við bandaríska dollarann en nú er stefnt að styrkingu. Verður gjaldmiðillinn settur á takmarkað flot í kringum körfu gjaldmiðla. Talið er að júanið muni styrkjast töluvert í kjölfarið en þessi stefnubreyting mun sennilega hafa veruleg áhrif á kínverska hagkerfið og raunar víðar. Sumir telja reyndar að lítið muni breytast. Hefur því verið haldið fram að yfirlýsingin sé í raun aðeins tilraun til þess að róa Bandaríkjamenn en mikill þrýstingur hefur verið á Kína af hálfu Bandaríkjanna að leyfa júaninu að styrkjast. Skýrist það af ójafnvægi í milliríkjaverslun landanna en Bandaríkjamenn hafa gríðarlegan viðskiptahalla sem rekja má að stærstum hluta til viðskipta við Kína. Þó ber að hafa í huga að slíkt ójafnvægi orsakast ekki eingöngu af skakkri hlutfallslegri stöðu gjaldmiðlanna heldur líka af innri þáttum. Kínverjar gefa sér reyndar svigrúm í yfirlýsingunni til að mögulega hægja á eða jafnvel snúa styrkingunni við telji þeir aðstæður krefjast þess. Júanið hefur hins vegar styrkst frá yfirlýsingunni og það sem skiptir sennilega meira máli er að væntingar markaða eru nú að júanið muni halda áfram að styrkjast á næstu misserum. Það gerir Kínverjum erfitt fyrir, kjósi þeir að snúa við. Ástæður þess að Kínverjar vilja að júanið styrkist eru fjölbreyttar. Mestu skiptir að næstum tíunda hluta landsframleiðslu er nú varið í að kaupa erlend ríkisskuldabréf (aðallega bandarísk) til þess að koma í veg fyrir að júanið styrkist borið saman við dollarann. Margt annað er hægt að gera fyrir þá peninga eins og gefur að skilja. Gengisstyrkingin mun einnig auka kaupmátt kínverskra neytenda og gera bensín og aðrar innfluttar vörur ódýrari. Hún gagnast þó fleiri þjóðum en Kínverjum. Styrkist gengið munu vörur frá öðrum löndum að lokum verða samkeppnishæfar á mörgum mörkuðum sem Kínverjar ráða lögum og lofum á í dag. Styrkingin getur því stuðlað að hagvexti í viðskiptalöndum Kína. Á meðan mun hægjast á vexti í Kína en vöxtur hefur verið svo hraður undanfarið að verðbólga er orðin áhyggjuefni. Því er sennilega ráðlegt að hægja á vexti til að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins. Skiptar skoðanir eru hins vegar á því hve mikið muni hægja á vexti. Sumir hræðast að afleiðingar gætu orðið viðvarandi hægur vöxtur. Í því sambandi er bent á það hvernig japanska jenið styrktist á áttunda og níunda áratugnum en í kjölfarið hægðist verulega á hagvexti þar í landi og hófst þá hinn svokallaði týndi áratugur. Aðrir segja hins vegar ástæðulaust að óttast slíkt. Á árunum 2005 til 2008 styrkist júanið töluvert en það hafði lítil sýnileg áhrif á útflutning og hagvöxt. Tveir hagfræðingar, Barry Eichengreen og Andrew K. Rose, hafa rannsakað hvað líklegt væri að gerðist færi júanið í styrkingarfasa með því að skoða lönd sem hafa verið í svipuðum aðstæðum. Niðurstaða þeirra er sú að það muni hægjast á hagvexti um eitt prósentustig á ári næstu fimm árin en að aðrar mikilvægar hagstærðir munu sennilega breytast lítið. Búist er við því að gengisstyrkingin verði hægt ferli, um 2 til 3 prósent á ári. Það kann að hljóma lítið en sú þróun getur á nokkrum árum breytt jafnvægi heimsviðskipta til mikilla muna. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínversk stjórnvöld tilkynntu hinn 19. júní síðastliðinn að þau muni breyta stefnu sinni í gjaldmiðilsmálum. Undanfarin ár hefur gengi kínverska gjaldmiðilsins, júansins, verið fast við bandaríska dollarann en nú er stefnt að styrkingu. Verður gjaldmiðillinn settur á takmarkað flot í kringum körfu gjaldmiðla. Talið er að júanið muni styrkjast töluvert í kjölfarið en þessi stefnubreyting mun sennilega hafa veruleg áhrif á kínverska hagkerfið og raunar víðar. Sumir telja reyndar að lítið muni breytast. Hefur því verið haldið fram að yfirlýsingin sé í raun aðeins tilraun til þess að róa Bandaríkjamenn en mikill þrýstingur hefur verið á Kína af hálfu Bandaríkjanna að leyfa júaninu að styrkjast. Skýrist það af ójafnvægi í milliríkjaverslun landanna en Bandaríkjamenn hafa gríðarlegan viðskiptahalla sem rekja má að stærstum hluta til viðskipta við Kína. Þó ber að hafa í huga að slíkt ójafnvægi orsakast ekki eingöngu af skakkri hlutfallslegri stöðu gjaldmiðlanna heldur líka af innri þáttum. Kínverjar gefa sér reyndar svigrúm í yfirlýsingunni til að mögulega hægja á eða jafnvel snúa styrkingunni við telji þeir aðstæður krefjast þess. Júanið hefur hins vegar styrkst frá yfirlýsingunni og það sem skiptir sennilega meira máli er að væntingar markaða eru nú að júanið muni halda áfram að styrkjast á næstu misserum. Það gerir Kínverjum erfitt fyrir, kjósi þeir að snúa við. Ástæður þess að Kínverjar vilja að júanið styrkist eru fjölbreyttar. Mestu skiptir að næstum tíunda hluta landsframleiðslu er nú varið í að kaupa erlend ríkisskuldabréf (aðallega bandarísk) til þess að koma í veg fyrir að júanið styrkist borið saman við dollarann. Margt annað er hægt að gera fyrir þá peninga eins og gefur að skilja. Gengisstyrkingin mun einnig auka kaupmátt kínverskra neytenda og gera bensín og aðrar innfluttar vörur ódýrari. Hún gagnast þó fleiri þjóðum en Kínverjum. Styrkist gengið munu vörur frá öðrum löndum að lokum verða samkeppnishæfar á mörgum mörkuðum sem Kínverjar ráða lögum og lofum á í dag. Styrkingin getur því stuðlað að hagvexti í viðskiptalöndum Kína. Á meðan mun hægjast á vexti í Kína en vöxtur hefur verið svo hraður undanfarið að verðbólga er orðin áhyggjuefni. Því er sennilega ráðlegt að hægja á vexti til að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins. Skiptar skoðanir eru hins vegar á því hve mikið muni hægja á vexti. Sumir hræðast að afleiðingar gætu orðið viðvarandi hægur vöxtur. Í því sambandi er bent á það hvernig japanska jenið styrktist á áttunda og níunda áratugnum en í kjölfarið hægðist verulega á hagvexti þar í landi og hófst þá hinn svokallaði týndi áratugur. Aðrir segja hins vegar ástæðulaust að óttast slíkt. Á árunum 2005 til 2008 styrkist júanið töluvert en það hafði lítil sýnileg áhrif á útflutning og hagvöxt. Tveir hagfræðingar, Barry Eichengreen og Andrew K. Rose, hafa rannsakað hvað líklegt væri að gerðist færi júanið í styrkingarfasa með því að skoða lönd sem hafa verið í svipuðum aðstæðum. Niðurstaða þeirra er sú að það muni hægjast á hagvexti um eitt prósentustig á ári næstu fimm árin en að aðrar mikilvægar hagstærðir munu sennilega breytast lítið. Búist er við því að gengisstyrkingin verði hægt ferli, um 2 til 3 prósent á ári. Það kann að hljóma lítið en sú þróun getur á nokkrum árum breytt jafnvægi heimsviðskipta til mikilla muna.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira