Fótbolti

Sven-Göran þorir ekki að láta Drogba æfa með liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP
Sven-Göran Eriksson, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, segir að það sé enn óvíst hvort að fyrirliðinn Didier Drogba geti spilað fyrsta leik liðsins á HM í Suður-Afríku sem er á móti Portúgal. Drogba handleggsbrotnaði í síðasta undirbúningsleik liðsins á móti Japan.

Didier Drogba æfði einn með bolta í dag og tók ekki þátt í æfingunum með öðrum leikmönnum liðsins. „Við getum ekki tekið áhættuna á þessum tímapunkti," sagði Sven-Göran Eriksson.

„Honum líður betur og betur. Hann ætlar að æfa einn í dag en við verðum að vera viðbúnir því versta," sagði sænski þjálfarinn en fyrsti leikur liðsins er á móti Cristiano Ronaldo og félögum á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×