Fótbolti

Schweinsteiger knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bastian Schweinsteiger í leik með Bayern München.
Bastian Schweinsteiger í leik með Bayern München. Nordic Photos / Bongarts
Bastian Schweinsteiger var valinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi af tímaritinu Kicker.

Schweinsteiger er nýbúinn að framlengja samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2016 var einn af lykilmönnum þýska landsliðsins sem varð í þriðja sæti á HM í Suður-Afríku í sumar.

Hann er 26 ára gamall en á að baki 223 leiki í þýsku úrvalsdeildinni, fimm meistaratitla og fimm bikarmeistaratitla - alla með Bayern München.

Schweinsteiger hefur verið á mála hjá Bæjurum í tólf ár eða síðan hann var fjórtán ára gamall.

Þess má geta að Schweinsteiger þótti efnilegur skíðakappi á sínum yngri árum en hann valdi boltann fram yfir skíðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×