Erlent

Leikstjóri Pink Panther myndanna er látinn

Hinn þekkti Hollywoodleikstjóri Blake Edwards er látinn 88 ára að aldri vegna lungnabólgu.

Blake Edwards verður fyrst og fremst minnst í sögunni sem leikstjóra Pink Panther myndanna sem hann gerði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þessar myndir gerðu Peter Sellers heimsfrægan fyrir túlkun sína á Inspector Clouseau.

Blake Edwards hóf feril sinn sem leikari og síðan handritshöfundur áður en hann gerðist leikstjóri og lék hann í einum 30 myndum.

Blake þótti nokkuð brokkgengur sem leikstjóri en síðasta mynd hans sem gekk vel í kvikmyndahúsum var Victor/Victoria árið 1982 þar sem eiginkona hans Julie Andrews fór með aðalhlutverkið.

Blake Edwards fékk heiðursverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2004 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar.

Blake giftist Julie Andrews árið 1969 og lifir hún eignmann sinn ásamt fjórum börnum þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×