Erlent

Bush sér ekki eftir neinu

George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

George Bush yngri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti varði í gær sínar umdeildustu ákvarðanir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Þetta var í fyrsta sinn sem Bush kemur fram í sjónvarpsviðtali frá því hann lét af embætti í Hvíta húsinu. Viðtalið var í tilefni útkomu sjálfsævisögu Bush sem heitir Decision Points og ræddi sjónvarpsmaðurinn Matt Lauer við forsetann fyrrverandi. Bush stendur við þá skoðun sína að ákvörðunin um að ráðast inn í Írak hafi verið réttmæt.

Hann sagði að dómur sögunnar verði á þann veg að hann hafi verið góður forseti, en að það muni þó væntanlega ekki gerast fyrr en eftir hans dag. Vatnsbrettaaðferðin, sem notuð var í Guantanamo fangabúðunum hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Þá eru fangar bundnir á planka og vatni hellt framan í þá. Bush staðhæfir að lögfræðingar hans hafi fullyrt að aðferðin væri ekki brot á lögum sem banna pyntingar. Þar sem hann sé ekki lögfræðingur sjálfur hafi hann ákveðið að treysta ráðgjöfum sínum.

Hann bætti því við að aðferðin hafi komið í veg fyrir hryðjuverk og bjargað mannslífum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×