Viðskipti innlent

Lán veitt í gegnum Lúxemborg til að draga úr gagnsæi

Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Kaupþing í Lúxemborg hafi að miklu leyti fjármagnað sömu viðskiptavini og móðurfélag bankans á Íslandi. Í skýrslunni segir að sérstaka athygli veki að fimm stærstu áhættuskuldbindingar bankans varði stóra eigendur hans.

Þá er einnig ljóst að Landsbankinn í Lúxemborg hafi að umtalsverðu leyti verið notaður til þess að fjármagna starfsemi fyrirtækja Björgólfs Thors Björgólfssonar. Sérstaklega athyglisvert er að stór hluti þessara skuldbindinga verði til rétt fyrir fall bankans.

Bankinn hafi í miklum mæli veitt lán með ábyrgð Landsbankans á Íslandi og var bankaleyndin í Lúxemborg einn hvatinn á bak við slíkar lánveitingar. Að mati rannsóknarnefndarinnar verði ekki annað séð en að í mörgum tilvikum hafi verið um að ræða lán frá Landsbanka Íslands til íslenskra aðila sem afgreidd hafi verið í gegnum Landsbankann í Lúxemborg í þeim tilgangi að draga úr gagnsæi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×