Webber: Heimasigur væri kærkominn 25. mars 2010 14:41 Mark Webber var á fundi með blaðamönnum í Melbourne í dag og líst vel á mótshelgina á heimavelli. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð." Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð."
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira