Fótbolti

FIFA hætt við 6+5 regluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter tekur til máls á þinginu í gær.
Sepp Blatter tekur til máls á þinginu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Fram kom á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Jóhannesarborg í dag að ekkert verði af því að hin svokallaða 6+5 regla taki gildi árið 2012 eins og til stóð.

Samkvæmt henni mættu aðeins fimm útlendingar vera í byrjunarliði hvers liðs og hafði forseti FIFA, Sepp Blatter, barist lengi fyrir því að fá þetta í gegn.

Hins vegar er talið að slíkar reglur hefðu stangast á við vinnulöggjöf Evrópusambandsins.

Fram kom á þinginu að sambandið myndi þó leita annarra leiða til að stuðla að því að auka vægi heimamanna í knattspyrnuliðum.

Þá kom einnig fram að Blatter myndi á næsta ári sækjast eftir endurkjöri sem forseti sambandsins. Hann er 74 ára gamall en sagði að hans verki hjá sambandinu væri ekki lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×