Innlent

Weisshappel safnar fyrir skuldugum Ómari Ragnarssyni

Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn.
Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn.
Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn, hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.

Ómar Ragnarsson lýsir því í viðtali í helgarblaði DV, sem kom út í dag, hve skuldsettur hann er orðinn vegna gerðar heimildarmynda um náttúru Íslands og þær hættur sem að henni steðja.

Friðrik segir í samtali við Vísir.is að hann þekki Ómar ekki persónulega. Aftur á móti hafi hann alist upp með Ómari, líkt og aðrir af hans kynslóð.

„Það elska allir Ómar. Hann hefur gefið okkur svo mikið," segir Friðrik, sem finnst að fólk ætti að standa við bakið á Ómari enda „hafi hann eiginlega tapað öllu sínu við að vinna gagn fyrir þjóðina." Skuldin nemi fimm milljónum. Ef fimm þúsund manns gefa eitt þúsund krónur að þá er búið að safna fyrir henni.

Hægt er að leggja inn á reikning Ómars sem hefur verið stofnaður en reikningsnúmerið er 0130 26 160940 og kennitala 160940 4929.

Facebook-síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×