Fótbolti

Mexíkó lagði heimsmeistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alberto Medina fagnar marki sínu í kvöld.
Alberto Medina fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í dag en liðin sem keppa á HM í Suður-Afríku eru nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið sem hefst í næstu viku.

Mexíkó vann 2-1 sigur á heimsmeisturum Ítalíu í Brussel með mörkum þeirra Carlos Vela og Alberto Medina. Leonardo Bonucci klóraði í bakkann fyrir Ítali með marki undir lok leiksins.

Þá unnu Evrópumeistarar Spánverja 1-0 sigur á Suður-Kóreu. Eina mark leiksins skoraði Jesus Navas en þetta var hans fyrsta landsliðsmark á ferlinum.

Þetta var ellefti sigur Spánar í röð en liðið hefur nú aðeins tapað einum leik af síðustu 47.

Þjóðverjar unnu sannfærandi sigur á Bosníu, 3-1. Þeir lentu reyndar undir en Edin Dzeko, leikmaður Wolfsburg, kom Bosníumönnum yfir snemma í leiknum.

Nýi landsliðsfyrirliðinn, Philipp Lahm, jafnaði metin fyrir Þýskaland og Bastian Schweinsteiger skoraði svo tvíviegis undir lok leiksins en bæði mörkin komu úr vítaspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×