Innlent

Hátt í 50 manns í Þórsmörk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók þessa mögnuðu mynd af Skagfjörðsskála þegar gosið á Fimmvörðuhálsi stóð sem hæst.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók þessa mögnuðu mynd af Skagfjörðsskála þegar gosið á Fimmvörðuhálsi stóð sem hæst. MYND/Vilhelm

Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu.

Broddi segir að allir séu sofandi. Fólkið sé öruggt á þeim stað sem það er í núna. Broddi segist ekki sjá nein ummerki eldgoss, en samkvæmt mælum Veðurstofunnar er gosið hafið og eykst gosóróinn stöðugt.

Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli segir að ekki standi til að flytja það úr Mörkinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×