Innlent

Árborg skuldar 9,3 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá sveitarfélaginu Árborg.
Frá sveitarfélaginu Árborg.
Skuldir sveitarfélagsins Árborgar munu um næstu áramót standa í 9,3 milljörðum króna. Það er yfir viðmiðunarmörkum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður um 335 milljónir króna á næsta ári og verði þá rétt tæplega 9 milljarðar króna í árslok 2011. Það er í fyrsta sinn frá því að Sveitarfélagið Árborg var stofnað árið 1998 að skuldir þess lækka á milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Árborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×