Fótbolti

Fjórir skorað í tveimur úrslitaleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjórir leikmenn hafa náð því að skora í tveimur úrslitaleikjum á HM.

Þetta eru Brasilíumennirnir Vava (1958 (2 mörk) og 1962) og Pele (1958 (2 mörk) og 1970), Vestur-Þjóðverjinn Paul Breitner (1974 og 1982) og Frakkinn Zinedine Zidane (1998 (2 mörk) og 2006).

Vava er sá eini af þessum fjórum sem hefur skorað í tveimur úrslitaleikjum í röð en hann skoraði fyrstu tvö mörkin í 5-2 sigri Brassa á Svíum 1958 og síðasta markið í 3-1 sigri á Tékkóslóavkíu 1962.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×