Fótbolti

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maicon í leik með Brasilíu á HM í Suður-Afríku.
Maicon í leik með Brasilíu á HM í Suður-Afríku. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, kom til félagsins frá Inter í vor og er sagður afar áhugasamur á að fá Maicon með sér. „Real Madrid hefur enn áhuga," sagði Ernesto Bronzetti við ítalska fjölmiðla en hann vinnur að leikmannakaupum hjá Real Madrid. „En hingað til hefur Inter farið fram á of háa upphæð og Real hefur svarað með gagntilboðum," sagði hann.

„Mér finnst að Inter sé ekki sanngjarnt hvað fjármálin varðar. Tölurnar samræmast ekki því sem gengur og gerist á markaðnum almennt þessa dagana." Talið er að Real hafi lagt fram tilboð upp á 22 milljónir evra í Maicon en að Inter hafi farið fram á 35 milljónir.

Þá staðfesti Bronzetti að Real hafi einnig áhuga á sóknarmanninum Amauri hjá Juventus. „Real Madrid hefur áhuga og eru viðræður nú í gangi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×