Innlent

Kókaínsmygl og peningaþvætti

kókaín Fólkið flutti efnið innvortis til landsins.
kókaín Fólkið flutti efnið innvortis til landsins.

Tveir menn og tvær konur hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Sá sem þyngstan dóm hlaut, David Erik Crunkleton, var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hinn karlmaðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Önnur konan var dæmd í tíu mánaða fangelsi en hin í fjóra mánuði á skilorði.

Skötuhjúunum er þyngstu dómanna fengu var gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á rúmlega 800 grömmum af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu. Þau földu efnin innvortis. Karlmaðurinn lagði á ráðin um innflutninginn og fjármögnun efnanna. Fólkið losaði sig við fíkniefnin á hóteli í Reykjavík. Lögreglan fann þau svo á dvalarstað mannsins.

Sama kvöld handtók lögreglan hin tvö á heimilum sínum. Hjá báðum fundust fíkniefni, sem þau höfðu fengið hjá samverkamanninum til dreifingar og sölu. Þá fundust 1,2 milljónir króna sem voru ávinningur fólksins af innflutningi og sölu fíkniefna hér á landi.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×