Fótbolti

Zidane: Domenech er ekki þjálfari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Zidane í úrslitaleiknum árið 2006.
Zidane í úrslitaleiknum árið 2006. AFP
Zinedine Zidane, goðsögn, gagnrýnir leik Frakka á HM og segir að enginn liðsandi sé til staðar. Það var raunar greinilegt í leik Frakka gegn Úrúgvæ sem lauk með 0-0 jafntefli.

"Hann er ekki þjálfari," sagði Zidane um Raymond Dominech, þjálfara Frakka.

Zidane sagði að leikmenn yrðu að taka ábyrgð á leiknum og að leggja sjálfsálit sín til hliðar.

Mikillar óánægju gætir meðal Frakka vegna leiksins við Úrugvæ. Zidane sagði opinberlega það sem allir voru að hugsa og niðurlægði Domenech.

Hann mun hætta með liðið í sumar og eru Frakkar raunar svekktir með að hann hafi ekki hætt fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×