Innlent

Bjarni: Engin töfralausn í boði

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Mynd/GVA
„Vandamálið er það að það er stanslaust verið að gefa í skyn að það sé einhver töfralausn handan við hornið," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé engin töfralausn í boði þegar kemur að skuldamálum heimilanna.

Rætt var við Bjarna í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar var einkum fjallað um tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrræði í atvinnumálum og málum skuldugra heimila sem voru kynntar nýverið. Bjarni sagði sjálfstæðismenn ekki tala fyrir flötum niðurskurði á skuldum. „Sú leið er afar kostnaðarsöm og kemur ekki nema að afar litlum hluta til móts við vanda þeirra sem ráða ekki við afborgarnir af húsnæðislánum."

Bjarni sagði þau úrræði sem fólki standi til boða vera alltof flókin. „Stjórnvöld hafa algerlega brugðist að veita bönkunum aðhald þegar kemur til dæmis að frjálsri skuldaaðlögun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×