Fótbolti

Evrópudeildin: Sigur hjá Fulham en tap hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki Agger í kvöld. Það gæti reynst dýrmætt á endanum.
Leikmenn Liverpool fagna marki Agger í kvöld. Það gæti reynst dýrmætt á endanum.

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA fóru fram í kvöld og tvö ensk félagslið - Liverpool og Fulham - voru í eldlínunni.

Liverpool sótti Benfica heim og tapaði, 2-1, eftir að hafa komist yfir. Ekki hjálpaði að Ryan Babel lét reka sig af velli fyrir að stjaka við leikmanni Benfica er klukkutími var eftir af leiknum. Útivallarmarkið engu að síður dýrmætt.

Fulham var í toppmálum gegn þýska liðinu Wolfsburg en fékk á sig vont útivallarmark rétt undir lok leiksins.

Ruud Van Nistelrooy kom síðan HSV til bjargar gegn Standard Liege og jafntefli var í Spánarslag Valencia og Atletico.

Úrslitin:

Benfica-Liverpool  2-1

0-1 Daniel Agger (9.), 1-1 Oscar Cardozo, víti (59.), 2-1 Oscar Cardozo, víti (79.)

Rautt spjald: Ryan Babel (31.)

Fulham-Wolfsburg  2-1

1-0 Bobby Zamora (59.), 2-0 Damien Duff (63.), 2-1 Alexander Madlung (89.)

Hamburg SV-Standard Liege  2-1

0-1 Deioudonne Mbokani (30.), 1-1 Mladen Petric, víti (43.), 2-1 Ruud Van Nistelrooy (45.)

Valencia-Atletico Madrid  2-2

0-1 Diego Forlan (59.), 1-1 Manuel Fernandez (67.), 1-2 Antonio Lopez (72.), 2-2 David Villa (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×