Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Gallas og Arshavin frá í þrjár vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Arshavin fer hér af velli á 27. mínútu í gær.
Andrei Arshavin fer hér af velli á 27. mínútu í gær. Mynd/Getty Images
Arsenal-mennirnir William Gallas og Andrei Arshavin meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gær og það lítur út fyrir að Arsene Wenger geti ekki notað þá í mörgum mikilvægum leikjum á næstunni. Þessar slæmu fréttir bætast ofan á þær af fyrirliðinn Cesc Fabregas sé hugsanlega fótbrotinn.

William Gallas fór meiddur af velli í lok fyrri hálfleiks eftir að hafa tognað á kálfavöðva en hann hefur verið að glíma við meiðsli nær allt þetta ár.

„Hann tognaði á kálfa og ég held að tímabilið sé búið hjá honum. Ég er samt ekki að tala um að hann missi af HM því ég held að hann geti verið orðinn góður þá," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Rússinn Andrei Arshavin haltraði af velli á 27. mínútu. „Kannski get ég ekki spilað næstu þrjár vikurnar," sagði Andrei Arshavin á heimasíðu sinni. „Gömlu meiðslin tóku sig ekki upp heldur eru þetta ný meiðsli," sagði Arshavin.

Arsenal er fjórum stigum á eftir Manchester United þegar sex umferðir eru eftir og það verður erfitt verkefni fyrir lærisveina Arsene Wenger að vinna upp það forskot án þeirra Cesc Fabregas, William Gallas og Andrei Arshavin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×