Fótbolti

Van Gaal þakkaði Sepp Blatter fyrir sigurinn á Bremen í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal fagnar sigurmarki Bayern í leiknum í gær.
Louis van Gaal fagnar sigurmarki Bayern í leiknum í gær. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, þakkaði Sepp Blatter, forseta FIFA, fyrir sigurinn á Werder Bremen í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi en dómaramistök hjálpuðu Bayern-liðinu að vinna leikinn.

Ástæðan er sú að Sepp Blatter er búinn að berjast gegn notkun á sjónvarpsupptökum til að skera út um vafamál í fótboltaleikjum en fullkomlega löglegt mark var dæmt af Bremen í leiknum sem Bayern vann 2-1.

„Ég virkilega ánægður með það að Mr. Blatter er ekki búinn að leyfa notkun á myndavélum til aðstoðar dómurunum," sagði Louis van Gaal í hæðnistón. Van Gaal sagði síðan að mark Werder Bremen hafi verið fullkomlega löglegt.

Umrætt mark kom á 60. mínútu leiksins og hefði þá komið Werder Bremen 2-1 yfir í leiknum. Sebastian Proedl skoraði þá með skalla en var dæmdur brotlegur þar sem að hann átti að hafa ýtt á bak Holger Badstuber, varnarmanns Bayern.

„Það var skelfilegt að fá þetta mark ekki dæmt gilt. Þetta voru greinileg mistök hjá dómaranum," sagði Klaus Allofs, þjálfari Werder Bremen.

Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern síðan sigurinn með frábæru marki á 75. mínútu leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×