Fótbolti

Hermannakveðjurnar kveiktu í Gerrard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard var keyrður á blaðamannafundinn í golfbíl.
Steven Gerrard var keyrður á blaðamannafundinn í golfbíl. Mynd/AP
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, var mjög snortinn af kveðjum hermanna í Afganistan til enska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku. Englendingar hefja keppni á HM í dag þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum.

Amerískir og enskir hermenn berjast hlið við hlið við Talibana í Afganistan en það er hætt við því að þeir skipti sér í tvær fylkingar þegar leikur Englands og Bandaríkjanna hefst klukkan 18.30 í kvöld.

Bresku hermennirnir ákváðu því að senda sínum leikmönnum baráttukveðjur fyrir leikinn. „Þeir óskuðu okkur alls hins besta. Þetta var áhrifamikið og róaði taugarnar," sagði Steven Gerrard um myndbandið sem var tekið upp í herbúðunum í Afganistan.

„Við áttuðum okkur betur á því í hversu frábærri aðstöðu við erum. Þetta hjálpaði mér líka að sjá hversu mikil forréttindi það eru fyrir mig að fá á leiða enska landsliðið á HM," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×