Opið bréf til umboðsmanns skuldara Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2010 10:13 Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að virðast sláandi hve fáa næst í en strax á eftir hnýtur maður um það í fréttaflutningnum að 43 prósent aðspurðra hafi ekki nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölu, 18 prósent hafi ekki getað svarað því hvort fresturinn hafi verið nýttur og 48 prósent hafi ekki nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Punkturinn yfir i-ið er sá að tíundi hluti aðspurðra veit ekki hver er gerðarbeiðandi við yfirvofandi nauðungarsölu. Við nánari skoðun kemur engin þessara talna sérstaklega á óvart. Mörg þúsund Íslendingar, sem gerðir hafa verið að annars flokks borgurum og hálfgerðum glæpamönnum í sínu eigin heimalandi, eru flúnir af landi brott og hafa kosið að leita hamingjunnar hér í Noregi og víðar. Þetta er venjulegt fólk eins og sá sem þessar línur ritar. Ekki undrar mig að þessi hópur svari ekki símanum þegar stofnananúmer með forskeytið +354 blasir við á skjánum. Varðandi það hlutfall fólks sem ekki hefur kosið að nýta sér frestun nauðungarsölu, úrræði vegna greiðsluerfiðleika eða veit yfir höfuð ekki hvaða stofnun er að bjóða fasteign þess upp má einnig auðveldlega finna gjaldgenga skýringu. Þessi hópur hefur einfaldlega gefist upp á bið eftir nothæfum úrræðum og sætt sig við að spilltum bönkum hefur verið gefið veiðileyfi á hann. Hvað hina snertir, þá sem þegar eru farnir, snýst málið ekki lengur um raunverulegt val. Án þess að ég ætli mér að tala hér fyrir hönd nokkurs skilgreinds hóps veit ég að ég tala fyrir hönd - og báðar hendur - margra í sístækkandi hópi sem ég hef rætt við á götum Stavanger í sumar og mætti vafalaust heimfæra á íslenska nýbúa fleiri skandinavískra borga. Þetta er fólkið sem ákvað fyrir löngu að flýja Ísland og ætlar ekki að leggja það á sig núna að flytja til baka, loksins þegar farið er að ræða um einhver möguleg úrræði. Núna er þetta orðið of seint, Ásta Sigrún, og þau boð mættu einnig ná eyrum hæstvirtra ráðherra forsætis og fjármála. Allt of seint. Ég lagði það á mig síðasta vetur, ásamt konu minni og samhliða MA-ritgerð, að læra norsku, sækja um tæplega 200 störf í Noregi, moka allri minni búslóð inn í 40 feta gám, ræða við tugi hugsanlegra leigusala í Stavanger, fljúga þangað í samgöngutæki sem er ekki hannað fyrir 194 sentimetra hátt fólk, stíga mín fyrstu skref á norskum vinnumarkaði innan um fólk sem talar óskiljanlegustu mállýsku Noregs og töluvert margt fleira. Núna ætla ég ekki að endurtaka þetta ferli í hina áttina. Ég hefði hins vegar hugsanlega hætt við flutninginn hefði einhver til þess bær aðili sýnt einhvern lit í fyrrasumar í síðasta lagi. Núna er ég löngu búinn að afskrifa í huga mér hús okkar og íbúð á Íslandi og hyggst ekki notfæra mér úrræði sem koma ári of seint. Sú ákvörðun var reyndar tekin að mestu leyti þegar ég bað Frjálsa fjárfestingarbankann í ársbyrjun 2009 um frystingu á myntkörfuláni sem hafði hækkað úr 17 milljónum í tæpar 40 á um það bil ári, það eru um það bil 55.555 krónur á sólarhring. Svarið var: 'Þú getur alveg sótt um frystingu en við munum segja nei.' Þessum lánum héldu bankarnir látlaust að íslenskum almenningi sem öruggum valkosti við verðtryggð lán. Þarna brast mín þolinmæði, Ásta, og ég veit að allt of margir hafa svipaða sögu að segja. Ég virði það góða starf sem þitt embætti virðist ætla að hleypa af stokkunum og ég ætla ekki að láta þess ógetið hvílíkt gleðiefni það er að 82 prósent aðspurðra hafi þegið íhlutun embættisins í kjölfar símtals. En í tilfelli mjög margra Íslendinga er barnið löngu dottið ofan í hinn fræga brunn. Vonandi ná þau skilaboð einnig eyrum hinna allra náðugustu arfaherra, Árna Páls Árnasonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar. Með vinsemd og virðingu, Atli Steinn Guðmundsson, heimatilbúinn vanskila- og glæpamaður úr smiðju íslenskra banka og stjórnvalda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að virðast sláandi hve fáa næst í en strax á eftir hnýtur maður um það í fréttaflutningnum að 43 prósent aðspurðra hafi ekki nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölu, 18 prósent hafi ekki getað svarað því hvort fresturinn hafi verið nýttur og 48 prósent hafi ekki nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Punkturinn yfir i-ið er sá að tíundi hluti aðspurðra veit ekki hver er gerðarbeiðandi við yfirvofandi nauðungarsölu. Við nánari skoðun kemur engin þessara talna sérstaklega á óvart. Mörg þúsund Íslendingar, sem gerðir hafa verið að annars flokks borgurum og hálfgerðum glæpamönnum í sínu eigin heimalandi, eru flúnir af landi brott og hafa kosið að leita hamingjunnar hér í Noregi og víðar. Þetta er venjulegt fólk eins og sá sem þessar línur ritar. Ekki undrar mig að þessi hópur svari ekki símanum þegar stofnananúmer með forskeytið +354 blasir við á skjánum. Varðandi það hlutfall fólks sem ekki hefur kosið að nýta sér frestun nauðungarsölu, úrræði vegna greiðsluerfiðleika eða veit yfir höfuð ekki hvaða stofnun er að bjóða fasteign þess upp má einnig auðveldlega finna gjaldgenga skýringu. Þessi hópur hefur einfaldlega gefist upp á bið eftir nothæfum úrræðum og sætt sig við að spilltum bönkum hefur verið gefið veiðileyfi á hann. Hvað hina snertir, þá sem þegar eru farnir, snýst málið ekki lengur um raunverulegt val. Án þess að ég ætli mér að tala hér fyrir hönd nokkurs skilgreinds hóps veit ég að ég tala fyrir hönd - og báðar hendur - margra í sístækkandi hópi sem ég hef rætt við á götum Stavanger í sumar og mætti vafalaust heimfæra á íslenska nýbúa fleiri skandinavískra borga. Þetta er fólkið sem ákvað fyrir löngu að flýja Ísland og ætlar ekki að leggja það á sig núna að flytja til baka, loksins þegar farið er að ræða um einhver möguleg úrræði. Núna er þetta orðið of seint, Ásta Sigrún, og þau boð mættu einnig ná eyrum hæstvirtra ráðherra forsætis og fjármála. Allt of seint. Ég lagði það á mig síðasta vetur, ásamt konu minni og samhliða MA-ritgerð, að læra norsku, sækja um tæplega 200 störf í Noregi, moka allri minni búslóð inn í 40 feta gám, ræða við tugi hugsanlegra leigusala í Stavanger, fljúga þangað í samgöngutæki sem er ekki hannað fyrir 194 sentimetra hátt fólk, stíga mín fyrstu skref á norskum vinnumarkaði innan um fólk sem talar óskiljanlegustu mállýsku Noregs og töluvert margt fleira. Núna ætla ég ekki að endurtaka þetta ferli í hina áttina. Ég hefði hins vegar hugsanlega hætt við flutninginn hefði einhver til þess bær aðili sýnt einhvern lit í fyrrasumar í síðasta lagi. Núna er ég löngu búinn að afskrifa í huga mér hús okkar og íbúð á Íslandi og hyggst ekki notfæra mér úrræði sem koma ári of seint. Sú ákvörðun var reyndar tekin að mestu leyti þegar ég bað Frjálsa fjárfestingarbankann í ársbyrjun 2009 um frystingu á myntkörfuláni sem hafði hækkað úr 17 milljónum í tæpar 40 á um það bil ári, það eru um það bil 55.555 krónur á sólarhring. Svarið var: 'Þú getur alveg sótt um frystingu en við munum segja nei.' Þessum lánum héldu bankarnir látlaust að íslenskum almenningi sem öruggum valkosti við verðtryggð lán. Þarna brast mín þolinmæði, Ásta, og ég veit að allt of margir hafa svipaða sögu að segja. Ég virði það góða starf sem þitt embætti virðist ætla að hleypa af stokkunum og ég ætla ekki að láta þess ógetið hvílíkt gleðiefni það er að 82 prósent aðspurðra hafi þegið íhlutun embættisins í kjölfar símtals. En í tilfelli mjög margra Íslendinga er barnið löngu dottið ofan í hinn fræga brunn. Vonandi ná þau skilaboð einnig eyrum hinna allra náðugustu arfaherra, Árna Páls Árnasonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar. Með vinsemd og virðingu, Atli Steinn Guðmundsson, heimatilbúinn vanskila- og glæpamaður úr smiðju íslenskra banka og stjórnvalda
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar