Viðskipti erlent

Tíundi hver Dani kaupir sér vinnukraft á svörtu

Tíundi hver Dani kaupir sér vinnukraft á svörtum markaði þegar kemur að hreingerningum og tiltekt á heimilum.

Þetta er niðurstaða könnunnar sem unnin var á vegum Rockwool sjóðsins og náði til tæplega 2.200 Dana.

Venjulega kostar hreingerning á heimilum um 300 danskar krónur á tímann en samkvæmt könnuninni er hægt að fá hana á allt niður í 50 danskrar krónur, eða rúmlega 1.000 krónur, á svörtu.

Talið er að skattatap danska ríksins af þessum völdum sé rúmlega 300 milljónir danskra króna á ári eða vel yfir sex milljarðar króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×