Roman Weidenfeller, markvörður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er sterklega orðaður við Aston Villa. Þessi þrítugi leikmaður hefur haldið oftar hreinu í þýsku deildinni en nokkur annar það sem af er tímabili.
Dortmund er langefst í Þýskalandi, með ellefu stiga forskot á Bayer Leverkusen. Þrátt fyrir að liðið sé á leið í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2003 vill Weidenfeller láta draum sinn um að spila í enska boltanum rætast.
Weidenfeller verður samningslaus eftir tímabilið og gæti því farið til Villa á frjálsri sölu.