Töluverður gosórói í nótt 27. mars 2010 09:21 Töluverður gosórói. Egill Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Töluverður gosórói hefur verið á mælum Veðurstofunnar í nótt og farið heldur vaxandi nú undir morgun. Margt fólk hefur verið á ferð við gosstöðvarnar og hefur verið nokkuð um það að fólk væri að fara vestur og norðurfyrir þær þrátt fyrir að varað hafi verið við því að vera þar á ferð. Hraun getur farið að renna í vestara Hvannárgil hvenær sem er og fólk þá lokast inni norðanvið hraunstrauminn. Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi í alla nótt. Frá miðnætti hafa tæplega 2400 bílar farið um Hellu og um 700 bílar farið um veginn undir Eyjafjöllum. Minnt er á að vegurinn um innanverða Fljótshlíð er mjór malarvegur og vegfarendur eru hvattir til að aka þar með gát og flýta sér hægt. Að endingu er fólk enn og aftur minnt á að sýna aðgæslu við eldstöðvarnar. Eldgos eru hættuleg og þó menn telji sig vera farna að sjá einhverja reglu í hegðan gossins eftir að hafa fylgst með því dálitla stund þá eru alltaf líkur á óvanalegum atburðum í náttúruhamförum af þessu tagi. Sem dæmi má til að mynda nefna gufusprengingar þegar hraunið kemst í snertingu við snjó og ís svo af verða sprengingar sem þeyta hnullungum hundruð metra. Þegar haft var samband við lögregluna á Selfossi þá var búist við miklum ferðamannastraumi í dag. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Nokkuð jafn gangur virðist hafa verið í gosinu á Fimmvörðuhálsi í alla nótt samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Töluverður gosórói hefur verið á mælum Veðurstofunnar í nótt og farið heldur vaxandi nú undir morgun. Margt fólk hefur verið á ferð við gosstöðvarnar og hefur verið nokkuð um það að fólk væri að fara vestur og norðurfyrir þær þrátt fyrir að varað hafi verið við því að vera þar á ferð. Hraun getur farið að renna í vestara Hvannárgil hvenær sem er og fólk þá lokast inni norðanvið hraunstrauminn. Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi í alla nótt. Frá miðnætti hafa tæplega 2400 bílar farið um Hellu og um 700 bílar farið um veginn undir Eyjafjöllum. Minnt er á að vegurinn um innanverða Fljótshlíð er mjór malarvegur og vegfarendur eru hvattir til að aka þar með gát og flýta sér hægt. Að endingu er fólk enn og aftur minnt á að sýna aðgæslu við eldstöðvarnar. Eldgos eru hættuleg og þó menn telji sig vera farna að sjá einhverja reglu í hegðan gossins eftir að hafa fylgst með því dálitla stund þá eru alltaf líkur á óvanalegum atburðum í náttúruhamförum af þessu tagi. Sem dæmi má til að mynda nefna gufusprengingar þegar hraunið kemst í snertingu við snjó og ís svo af verða sprengingar sem þeyta hnullungum hundruð metra. Þegar haft var samband við lögregluna á Selfossi þá var búist við miklum ferðamannastraumi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira