Innlent

Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama

Írak.
Írak.

Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak.

Minnisblaðið er eitt af fjölmörgum skjölum sem utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson hefur gert opinbert um aðdragandann að ákvörðun um að styðja bandalagsþjóðir í innrásina í Írak árið 2003. Bandalagsþjóðirnar réðust inn í Írak sama dag og álitið er dagsett.

Álitið er merkt sem trúnaðarmál í skjölum utanríkisráðuneytis en það var Tómas H. Heiðar sem ritaði álitið. Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra þegar álitið var skrifað. Þá var Davíð Oddsson forsætisráðherra.

Þeir tveir tóku í sameiningu ákvörðun um að setja Ísland á lista yfir þjóðir sem studdu bandalagsríkin Bandaríkin og Bretland í innrásinni. Þá virðist engu hafa skipt álit embættismannsins sem taldi lagalegar forsendur fyrir innrásinni vægast sagt tæpar en á sama tíma voru hersveitir á leiðinni til Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×