Erlent

Breskur ráðherra biður Íslendinga afsökunar

Ingimar Karl Helgason skrifar
Liam Fox biður varnarmálaráðherra Íslendinga afsökunar.
Liam Fox biður varnarmálaráðherra Íslendinga afsökunar.
Varnarmálaráðherra Breta biður Íslendinga afsökunar á að fyrri ríkisstjórn hafi beitt Íslendinga hryðjuverkalögum í bankahruninu.

Framkoma ríkisstjórnar verkamannaflokksins í garð Íslands í fjármálakreppunni, var ekki beinlínis fínleg. Þetta hefur norska dagblaðið Aftenposten, eftir Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands. Rætt er við Fox undir yfirskriftinni „Biður Ísland afsökunar; Bretar leiðir yfir hryðjuverkalögum í bankamáli."

Fox segir í viðtali við blaðið að Bretar vilji leggja áherslu á góða samvinnu við ríki Norður-Evrópu; Norðmenn séu elstu og bestu bandamenn Breta og þeir leggi einnig mikla áherslu á góð samskipti við Íslendinga.

Aftenposten rifjar upp þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland í október 2008; að sögn blaðsins, til að tryggja fé sem breskir innistæðueigendur áttu í íslenskum bönkum; aðgerð sem hafi sett Ísland á par með Al-Kaída.

Aðspurður segir Fox að það sem hafi átt sér stað í Icesave málinu, og um stöðu þess í dag, sé nokkuð sem íslensk stjórnvöld verði að svara fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×