Erlent

Sprengjan átti að springa yfir Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Endurreisn á Ground Zero í New York.
Endurreisn á Ground Zero í New York.

Breska lögreglan hefur staðfest að sprengjan sem fannst í fragtflugvél á Midlands flugvelli í síðasta mánuði var tímastillt til að springa þegar flugvélin hefði verið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Sprengjan var falin í blekhylki fyrir tölvuprentara. Önnur slík sprengja fannst í flugvél í Dubai. Báðar sprengjurnar hafa verið raktar til Yemen þar sem Al Kaida hefur sterk ítök.

Það var liðsmaður Al Kaida sem hafði gefið sig fram við yfirvöld í Saudi-Arabíu sem sagði frá þessari sendingu. Þau létu svo yfirvöld í Vestur-Evrópu vita af henni. Það var síðan upplýst að bandaríska leyniþjónustan hafði í september fylgst með þrem grunsamlegum pökkum en látið þá fara á áfangastað eftir að í ljós kom að í þeim voru ekki sprengjur. Talið er að það hafi verið einhverskonar æfing fyrir síðari sendinguna, til þess að kanna hvort þessi leið væri fær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×