Erlent

Súdan gæti losnað af hryðjuverkalista

Omar al Basjír forseti landsins.
Omar al Basjír forseti landsins.

Bandaríkjastjórn hefur gert stjórnvöldum í Súdan tilboð um að ríkið verði fjarlægt af lista ríkja sem styðja við hryðjuverkahópa. Súdan losnar við stimpilinn ef yfirvöld tryggja að kosningar sem fara eiga fram í landinu í janúar á næsta ári verða gagnsæjar og lausar við spillingu.

Súdan var sett á listann árið 1993 eftir að ásakanir komu upp um að landið væri skjálkaskjól fyrir íslamska hryðjuverkamenn. Osama bin Laden bjó á þeim tíma í landinu ásamt fleiri meðlimum Al Kaída.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×