Innlent

Minna selt af kjöti

Sala á lambakjöti hefur dregist gríðarlega saman
Sala á lambakjöti hefur dregist gríðarlega saman
Sala á kjöti hefur dregist saman um ríflega 2% á síðustu tólf mánuðum. Í nóvember dróst salan saman um 2,7% og vegur þar þyngst 22,4% samdráttur í sölu lambakjöts og 4,2% samdráttur í sölu alifuglakjöts. Nær engar birgðir eru nú til af alifuglakjöti en þurft hefur að slátra stórum hópum kjúklinga vegna salmonellusýkinga. Fyrir aðeins tólf mánuðum voru til 350 tonna birgðir af alifuglakjöti.

Þetta kemur fram í Bændablaðinu þar sem fjallað er um framleiðslu og sölu búvara.

Þar segir ennfremur að framleiðsla á kjöti hafi verið 0,3% minni í nóvember en í sama mánuði á síðasta ári. Þar munar mestu 12% samdráttur í framleiðslu á alifuglakjöti á þessum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×