Innlent

Heybanki stofnaður fyrir bændur


Frá öskufallssvæðinu í byrjun vikunnar. Stofnaður verður sérstakur heybanki til að tryggja heyforða.
Frá öskufallssvæðinu í byrjun vikunnar. Stofnaður verður sérstakur heybanki til að tryggja heyforða. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Öskufall í Skaftártungum suðaustur af Eyjafjallajökli var hið mesta í nótt frá upphafi gossins í Eyjafjallajökli. Heybanki verður stofnaður til að tryggja bændum á öskufallssvæðunum fóður fyrir skepnur þeirra í vetur.

Spáð er að öskufall verði áfram suðaustur af eldsstöðvunum í dag, en síðan verði það til suðurs niður í Landeyjar. Strókurinn nær nú í 4-5 kílómetra hæð, sem er heldur minni hæð en í gær. Gosóróinn er svipaður og engin skjálftavirkni hefur verið síðan síðdegis í gær. Eitthvað hraunrennsli er niður með Gígjökli.

Vandi sauðfjárbænda á öskusvæðinu fer vaxandi dag frá degi, eftir því sem lömbum fjölgar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra ætlar að ráða starfsmann til að tryggja heyforða, þar sem fyrirséð er að margir bændur á svæðinu muni ekki getað heyjað fyrir veturinn. Í því skyni ætlar sveitarstjórnin að stofna sérstakan heybanka og hefur falið sveitarstjóranum að vinna að framgangi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×