Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2010 14:22 Hlédís Sveinsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst. Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa átt í sameiningarviðræðum í undanfarna mánuði. Í fréttum RÚV um málið í fyrradag kom fram að til greina komi að við sameingu skólanna verði háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur, en á Bifröst yrði þá eingöngu frumgreinadeild og styttri námskeið. Þetta gagnrýndi Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagðist ekki ætla að verða rektorinn sem myndi leggja niður háskólastarf á Bifröst. Þá kom fram í máli hans að hann vildi að skólinn drægi sig út úr sameiningarviðræðum. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, að sameiningin yrði gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í Borgarfirði. „Við erum opin fyrir öllu en við viljum ekki að Bifröst renni inn í annan skóla," segir Hlédís Sveinsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst, í samtali við fréttastofu. Að mati stjórnar samtakanna eru þær forsendur sem virðast nú vera uppi í viðræðum á milli aðila óásættanlegar. „Við höfum fulla trú á starfsemi skólans en hann þarf eins og allir aðrar skólar að bregðast við breyttum efnahagslegum aðstæðum. Það verður samt ekki gert með því að leggja skólann niður," segir Hlédís. Hollvinasamtökin leggja áherslu á að haldið verði áfram að leita leiða til að tryggja aukna hagkvæmni í rekstri háskólastigsins og „að allir kostir verði skoðaðir í því samhengi, t.a.m. breyttar áherslur í viðræðum við Háskólann í Reykjavík eða aukið samstarf eða sameining landsbyggðarháskólanna." Tengdar fréttir Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa átt í sameiningarviðræðum í undanfarna mánuði. Í fréttum RÚV um málið í fyrradag kom fram að til greina komi að við sameingu skólanna verði háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur, en á Bifröst yrði þá eingöngu frumgreinadeild og styttri námskeið. Þetta gagnrýndi Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagðist ekki ætla að verða rektorinn sem myndi leggja niður háskólastarf á Bifröst. Þá kom fram í máli hans að hann vildi að skólinn drægi sig út úr sameiningarviðræðum. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, að sameiningin yrði gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í Borgarfirði. „Við erum opin fyrir öllu en við viljum ekki að Bifröst renni inn í annan skóla," segir Hlédís Sveinsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst, í samtali við fréttastofu. Að mati stjórnar samtakanna eru þær forsendur sem virðast nú vera uppi í viðræðum á milli aðila óásættanlegar. „Við höfum fulla trú á starfsemi skólans en hann þarf eins og allir aðrar skólar að bregðast við breyttum efnahagslegum aðstæðum. Það verður samt ekki gert með því að leggja skólann niður," segir Hlédís. Hollvinasamtökin leggja áherslu á að haldið verði áfram að leita leiða til að tryggja aukna hagkvæmni í rekstri háskólastigsins og „að allir kostir verði skoðaðir í því samhengi, t.a.m. breyttar áherslur í viðræðum við Háskólann í Reykjavík eða aukið samstarf eða sameining landsbyggðarháskólanna."
Tengdar fréttir Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40