Innlent

Ný spá grafalvarleg

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nýja hagvaxtarspá grafalvarleg tíðindi. Fjármálaráðherra vill þó meina að forsendur fjárlaga haldi þrátt fyrir verri horfur í hagvexti.

Ný hagvaxtarspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir 1,2 prósentustiga minni hagvexti en gengið er út frá í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir forsendur fjárlaga þó ekki brostnar enda sé spá Hagstofunar svipuð og Seðlabankans fyrr í haust.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í dag nýja hagvaxtarspá ekki einungis vera ákveðin vonbrigði eins og fjármálaráðherra hafi orðað það.

„Þetta eru grafalvarleg tíðindi," sagði Bjarni. Fjárfesting í landinu væri komin í 60 prósent af því sem hún þyrfti að vera í lágmarki. Fjárfesting í landinu væri komin niður fyrir þau mörk sem hún hafi verið eftir seinni heimsstyrjöldina. Ríkisstjórnin væri algerlega úrræðalaus varðandi vanda heimilanna.




Tengdar fréttir

Hagstofan spáir 3% samdrætti í landsframleiðslunni í ár

Í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofunnar segir m.a. að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 3% árið 2010, en vaxi um tæp 2% árið 2011. Spáin er talsvert svartsýnni en fyrri spá Hagstofunnar.

Hægari endurreisn

Á sama tíma og skuldatryggingarálag á ríkissjóð hefur lækkað mikið eru horfur um bata í efnahagslífinu að versna. Hagstofan spáir þriggja prósenta samdrætti á þessu ári og því að endurreisnin verði hægari en áður var gert ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×