Fótbolti

Lánsmaður frá Manchester United á skotskónum í þýska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zoran Tosic fagnar marki í kvöld.
Zoran Tosic fagnar marki í kvöld. Mynd/Getty Images
Zoran Tosic tryggði Köln 2-0 sigur á Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld með því að skora bæði mörkin í mikilvægum leik liðanna í fallbaráttunni. Köln fór upp um tvö sæti með þessum sigri og er nú tíu stigum fyrir ofan fallsæti.

Tosic skoraði fyrra markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið langa sendingu fram völlinn og seinna markið skoraði hann á 77. mínútu eftir þríhyrningsspil við Lukas Podolski.

Tosic er 22 ára Serbi sem er í láni frá Manchester United sem keypti hann frá Partizan í ársbyrjun 2009. Tosic spilaði aðeins fimm leiki með United í öllum keppnum.

Zoran Tosic hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum fyrir Köln á þessu tímabili en öll mörkin hans hafa komið í þremur síðustu leikjum, tvö í 4-1 sigri á Hannover 96 og tvö í 2-0 sigrinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×