Fótbolti

Eto´o vonar að HM hjálpi til í baráttu gegn kynþáttahatri

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eto´o.
Eto´o. GettyImages
Kamerúninn Samuel Eto´o vonast til þess að HM í Suður-Afríku geti hjálpað til við að útrýma kynþáttahatri í knattspyrnu.

"Þetta hefur aldrei verið auðvelt og verður það aldrei. En kannski getur fyrsta HM-mótið í Afríku hjálpað til. Ég vona það þar sem ég hef lent í ýmsu á Ítalíu á þessu ári. Það er ekki bara eitt land sem á í vandræðum með kynþáttahatur."

Eto´o spilar með Inter en hann segir að líkt og aðrir afrískir leikmenn hafi hann þurft að leggja mun meira á sig en aðrir til að ná langt.

"Ég þurfti líka að hafa meiri trú á mér en aðrir knattspyrnumenn þurftu. Ég byrjaði með ekki neitt en er kominn hingað," sagði Eto´o.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×