Fótbolti

Mónakó búið að ná sér í nýjan framherja frá CSKA Moskvu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í bikarleiknum með Mónakó um síðustu helgi.
Eiður Smári Guðjohnsen í bikarleiknum með Mónakó um síðustu helgi. Mynd/AFP

Mónakó-liðið hefur fengið framherjann Moussa Maazou á láni frá rússneska liðinu CSKA Moskvu. Maazou kemur fyrst á sex mánaða samningi en með möguleika á að framlengingu.

Maazou er 21 árs gamall og 185 sm á hæð en hann kemur frá Níger. Hann skoraði 3 mörk í 15 deildarleikjum með CSKA eftir að hafa komið þangað frá belgíska liðinu Lokeren þar sem hann var með 15 mörk í 31 leik.

Það er ljóst að með tilkomu Moussa Maazou aukast enn líkurnar að Eiður Smári Guðjohnsen sé á förum frá Mónakó-liðinu í janúarglugganum.

Eiður Smári er í hópnum hjá Mónakó sem mætir Montpellier í frönsku deildinni í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×