Innlent

Grunaður morðingi verður brátt yfirheyrður

Mikill fjöldi lífsýna hefur verið tekinn á vettvangi morðsins.
Mikill fjöldi lífsýna hefur verið tekinn á vettvangi morðsins.

Sakborningur í morðmálinu í Hafnarfirði verður tekinn til yfirheyrslu síðar í þessari viku, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni.

Nokkrar sendingar lífsýna hafa verið sendar til rannsóknar í Svíþjóð, sú síðasta í gærmorgun. Um er að ræða sýni af morðvettvangi og af þeim sem hafa verið handteknir vegna málsins. Vonast er til að fyrstu niðurstöður rannsókna berist í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Meðal gagna sem lögregla byggir á er far eftir skó í eigu sakborningsins sem fannst á morðvettvangi. Skófarið virðist passa við blóðugt skó­far sem fannst á heimili Hannesar heitins Helgasonar eftir ódæðið. Þá fannst blóð á skóm sakborningsins, sem reynt hafði verið að þvo af.

Þegar lögregla handtók sakborninginn síðastliðinn fimmtudag, var það gert á grunni nýrra gagna í málinu sem studdu grun um að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi. Í kjölfar handtökunnar nú var gerð ítarleg húsleit á heimili mannsins og hald lagt á tiltekna muni sem þar var að finna.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að unnusta Hannesar hafi gist á heimili sakborningsins nóttina örlagaríku. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×