Hafnaði Lars Von Trier 6. desember 2010 11:58 Berglind Rósa Magnúsdóttir hannar barnaföt undir nafninu Beroma. Hún segir tilviljun hafa ráðið því að hún fór að hanna barnaföt. Fréttablaðið/Valli Berglind Rósa Magnúsdóttir hefur hannað falleg barnaföt undir nafninu Beroma frá því í byrjun þessa árs. Vörurnar hafa slegið í gegn enda skemmtilegar og einstakar. Berglind Rósa lærði fatahönnun við Margrethe-hönnunarskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2003. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér hlé frá fatahönnuninni og flakka þess í stað um heiminn. „Ég fékk svo sem nóg af fínum tilboðum eftir útskrift en ég var orðin þreytt á náminu og ákvað í staðinn að flytja til Spánar og Frakklands og vinna á lúxushótelum," útskýrir Berglind en henni bauðst meðal annars vinna við að hanna búninga fyrir leikstjórann Lars Von Trier. Berglind Rósa segir það hafa verið tilviljun að hún hafi nú lifibrauð sitt af því að hanna barnaföt. Upphaflega hafi hún aðeins ætlað að sauma nokkrar flíkur á syni sína en það hafi fljótlega undið upp á sig. „Þetta spurðist bara út og nú hef ég varla undan við að sauma. En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og nú er þetta orðin mín vinna og mig langar að halda þessu áfram eins lengi og ég get," segir hún. Efnin sem Berglind Rósa notar hefur hún sankað að sér í gegnum árin og mikið fær hún að gjöf frá ömmum sínum og frænkum. „Með því að panta ekki efni frá heildsölum tryggi ég það frekar að hver flík sé einstök og mér finnst það svolítið skemmtilegt," útskýrir Berglind Rósa, sem er að vonum ánægð með þessar góðu viðtökur sem Beroma hefur fengið. Fötin eru fáanleg í versluninni Fiðrildinu í Reykjavík, Hrími á Akureyri, Húsi handanna á Egilsstöðum, í Svíþjóð og bráðlega verða þau einnig fáanleg í Bandaríkjunum. Berglind Rósa var einnig þátttakandi í Pop Up markaðinum sem í Hugmyndahúsi háskólanna um helgina. - sm Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Berglind Rósa Magnúsdóttir hefur hannað falleg barnaföt undir nafninu Beroma frá því í byrjun þessa árs. Vörurnar hafa slegið í gegn enda skemmtilegar og einstakar. Berglind Rósa lærði fatahönnun við Margrethe-hönnunarskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2003. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér hlé frá fatahönnuninni og flakka þess í stað um heiminn. „Ég fékk svo sem nóg af fínum tilboðum eftir útskrift en ég var orðin þreytt á náminu og ákvað í staðinn að flytja til Spánar og Frakklands og vinna á lúxushótelum," útskýrir Berglind en henni bauðst meðal annars vinna við að hanna búninga fyrir leikstjórann Lars Von Trier. Berglind Rósa segir það hafa verið tilviljun að hún hafi nú lifibrauð sitt af því að hanna barnaföt. Upphaflega hafi hún aðeins ætlað að sauma nokkrar flíkur á syni sína en það hafi fljótlega undið upp á sig. „Þetta spurðist bara út og nú hef ég varla undan við að sauma. En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og nú er þetta orðin mín vinna og mig langar að halda þessu áfram eins lengi og ég get," segir hún. Efnin sem Berglind Rósa notar hefur hún sankað að sér í gegnum árin og mikið fær hún að gjöf frá ömmum sínum og frænkum. „Með því að panta ekki efni frá heildsölum tryggi ég það frekar að hver flík sé einstök og mér finnst það svolítið skemmtilegt," útskýrir Berglind Rósa, sem er að vonum ánægð með þessar góðu viðtökur sem Beroma hefur fengið. Fötin eru fáanleg í versluninni Fiðrildinu í Reykjavík, Hrími á Akureyri, Húsi handanna á Egilsstöðum, í Svíþjóð og bráðlega verða þau einnig fáanleg í Bandaríkjunum. Berglind Rósa var einnig þátttakandi í Pop Up markaðinum sem í Hugmyndahúsi háskólanna um helgina. - sm
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira