Fótbolti

Byssu beint að höfði blaðamanna í Suður-Afríku

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Öryggisgæsla á hótelinu þar sem atvikið var hefur verið aukin.
Öryggisgæsla á hótelinu þar sem atvikið var hefur verið aukin. AFP
Þegar ákveðið var að halda HM í Suður-Afríku óttuðust margir að mikið ofbeldi í landinu gæti verið til vandræða. Fyrsta atvikið tengt því hefur átt sér stað þegar byssu var beint að þremur blaðamönnum og þeir rændir.

Portúgalskur ljósmyndari var vakinn klukkan 4 síðustu nótt þegar tveir menn fóru inn í herbergi hans, beindu skammbyssu að hausnum á honum og heimtuðu allan ljósmyndaútbúnað hans, sem og fartölvuna.

Tveir aðrir blaðamenn voru einnig rændir í nótt.Af þeim var peningum, fatnaði, vegabréfum og öðru smálegu stolið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×